Skip to content

Dúnsængur

  Flestir verja um þriðjungi ævinnar undir sæng. Dúnsæng er verðmæt fjárfesting og ef vel er hugsað um hana endist hún í áratugi.

  Æðardúnn er verðmætasti dúnn sem finnst í heiminum. Gæði hans eru óumdeild, en hann hefur yfirburði í léttleika, mýkt, einangrunargildi og hefur auk þess góða öndun.

  Dúnsængur eru svo léttar að maður finnur varla fyrir að sofa undir þeim. Þær eru mjög hlýjar en jafnframt anda þær mjög vel.

  100% lífræn og handunnin vara sem er framleidd með velferð villtra dýra að leiðarljósi.

  Við bjóðum upp á hágæða æðardúnssængur úr eigin framleiðslu. Hægt er að velja um stærð og dúnmagn eftir óskum hvers og eins, og fer verðið eftir því. Línið er vandað bómullarefni frá Sviss og er hver sæng óháð þyngd með 24 hólfum sem tryggir að dúnninn haldist jafn um alla sængina. Smábarnasængurnar eru í einu hólfi.

  Allar sængur eru gæðavottaðar.

  Hægt er að lesa nánar um varpið og framleiðsluna hér.

  Upplýsingar og ráðgjöf á hindsvik@simnet.is eða í síma 845-3832