Skip to content

Gríma frá Laugabóli 2

  IS2004225146

  Litur: Bleikálótt, hjálmskjótt

  F: Engill frá Refsstöðum
  FF: Hróður frá Refsstöðum (8,39)
  FM: Busla frá Refsstöðum

  M: Sokka frá Brandsstöðum
  MF: Trítill frá Hjaltastöðum
  MM: Gamla-Sokka frá Brandsstöðum

  Gríma er fædd Ómari Runólfssyni og kom veturgömul í uppeldi til okkar. Málin þróuðust síðan þannig að við keyptum Grímu og er hún því uppalin og tamin af okkur. Hún er bleikálótt hjálmskjótt (slettuskjótt) með hvítan blett í tagli og sebrarendur á fótum. Gríma er algjör draumur sem reiðhross, mjúk og skemmtileg. Hún hefur allan gang, gott geðslag, mikinn fótaburð og flottan lit.


  Afkvæmi Grímu