Skip to content

Ræktunartilraun 2011

  Sumarið 2011 fengum við lánaðan stóðhestinn Akk frá Vatnsleysu (hann var þá 3.vetra) og héldum undir hann hornfirskum hryssum. Úr því fengum við 4 folöld (með hornfirskar mæður). Við vorum svo ánægð með þessi hross að við héldum áfram að nota Akk á Hornfirskar hryssur í fjölmörg ár. Afkvæmin sýna flest allan gang og mikið tölt, auk þess sem þau eru áberandi falleg.

  Akkur frá Vatnsleysu

  Afhverju Akkur frá Vatnsleysu?

  Hugmyndin að nota Akk frá Vatnsleysu fæddist þegar við vorum að skoða hvaða hesta við gætum notað á hornfirsku hryssurnar, en ekki er um marga hornfirska hesta að velja, og hvað mundi passa best við þennan stofn. Við vissum að Jón heitinn á Vatnsleysu hafði með sér tvær hreinræktaðar hornfirskar hryssur í Skagafjörðinn, þær; Irpu frá Kyljuholti, (1.verðlauna hryssa skyldleikaræktuð út af Skugga frá Bjarnanesi), og Blökk frá Kyljuholti, (1.verðl. fyrir hæfileika, þ.a.m. 9 fyrir tölt, brokk og skeið).

  Báðar þessar hryssur gáfu eintóma gæðinga með Lýsingi frá Voðmúlastöðum eða Lýsingssonum, sérstaklega Irpa. Undan henni og Lýsingi var m.a. Bára frá Ásgeirsbrekku, sem 1974 fékk í kynbótadóm 9 fyrir brokk og fegurð í reið og 9.5 fyrir tölt, og voru þetta mjög sjaldséðar tölur á þessum tíma.

  Bára átti mörg afkvæmi á Vatnsleysu, þar á meðal Alísu, eina hæst dæmdu klárhryssu landsins með 8,60 fyrir hæfileika, 9.5 fyrir tölt og brokk, fegurð í reið og 9 fyrir stökk og vilja, og Albínu, sem er móðir Glampa.

  Akkur er undan Alísu Bárudóttur og Glampa Albínuson Bárudóttur, sem sagt mjög stutt í Báru undan Irpu hinni hornfisku í báðar ættir.

  Við fórum að skoða víða, hvar hornfirðingar og Lýsingur frá Voðmúlastöðum höfðu komið saman og fundum bara gæðinga úr þeirri blöndu (Máni frá Ketilsstöðum, Klerkur frá Bjarnanesi, hann er undan Glampa og Afi hans Stormur í móðurætt er einnig út af Lýsingi og Hornfirsku, Boði frá Gerðum Heimsmeistari í Fjórgang undan Bárudóttur frá Ásgeirsbrekku og Ófeig frá Flugumýri sem Hornfirðingur er í og fleiri), það var eins og þessi blanda gæti ekki klikkað, en svo er auðvitað ekki sama hvernig haldið er áfram.

  Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar Sigurðsson

  Nýlegt dæmi um þessa blöndun er Nökkvi frá Syðra-Skörðugili sem sigraði B-flokkinn á Landsmótinu 2016 á Hólum. Hann hefur í sér töluvert Hornfirskt blóð (FMMF Ófeigur frá Hvanneyri, FMFMF Faxi frá Árnanesi, FMMFF Hrafn frá Árnanesi, FMFMM Skuggi frá Bjarnanesi, MMFFF Geysir frá Árnanesi, MMFMF Nökkvi frá Hólmi, MMMMF Nökkvi frá Hólmi) og móðir hans er undan Glampa frá Vatnsleysu.

  Þess vegna sóttumst við eftir Akki frá Vatnsleysu fyrir hornfirsku hryssurnar. Tengingin er mjög sterk og stutt í hana og svo er hægt að fara aftur til baka í sterkara hornfirsk blóð, þar sem við viljum halda í þessa merkilegu línu.

  Vegna meiðsla sem ungur hestur er Akkur því miður enn ósýndur, en erfðaefnið er samt sem áður til staðar og þarf ekki nema skoða árangur systkyna hans í föður- og móðurætt til að vita það.

  Myndir af afkvæmum Akks má sjá bæði hér neðar. Þessi blanda reyndist okkur vel og hefur gefið okkur góð hross.

  Skemmtilegt er líka að móðir Lýsings er undan hálfum Hindisvíkurhesti og faðir Albínu Glampamóðir undan hálfri Hindisvíkurhryssu, þannig að “hin” línan okkar leynist hér líka.


  Hér að neðan má sjá dæmi um hross sem við fengum úr þessari blöndun

  MElkorka frá Miðfelli

  Fæðingarár: 2012

  M: Brúnstjarna frá Miðfelli

  MFF: Hrafn frá Holtsmúla (8,56)

  MMF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)

  Melkorka er myndarleg og viljug alhliðahryssa. Hún er nú komin í folaldseign hjá okkur.


  Munda frá Miðfelli

  Fæðingarár: 2012

  M: Nn frá Miðfelli

  MF: Tígur frá Álfhólum (8,13)

  MMFF: Hrafn frá Holtsmúla (8,56)

  MMMF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)

  Bráðfalleg alhliðahryssa með flottar hreyfingar. Seldist þegar hún var á sjötta vetur.


  Kolviður frá Dynjanda

  Fæðingarár: 2012

  M: Kolbrá frá Miðfelli

  MF: Flosi frá Brunnum (8,24)

  MFF: Gustur frá Grund (8,28)

  Gríðarlega stór og fallegur hestur með frábært geðslag og stórar hreyfingar. Seldist til Þýskalands og hefur verið notaður þar sem eðal-reiðhestur og líka í reiðskóla.


  Djörfung frá Hindisvík

  Fæðingarár: 2015

  M: Gargandi-Snilld frá Dynjanda

  MF: Kolskeggur frá Oddhóli (8,39)

  MFF: Gustur frá Grund (8,28)

  MFFF: Flosi frá Brunnum (8,24)

  MM: Muska frá Viðborðsseli

  MMF: Kópur frá Mykjunesi (8,18)

  MMFF: Flosi frá Brunnum (8,24)

  MMMF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)


  Nonni frá Hindisvík

  Fæðingarár: 2019

  M: Fimma frá Dynjanda

  MMF: Gustur frá Grund


  Manni frá Hindisvík

  Manni frá Hindisvík

  Fæðingarár: 2019

  M: Hanný frá Þúfu

  MFF: Gustur frá Grund

  MMF: Gustur frá Grund

  Manni frá Hindisvík, veturgamall