Skip to content

Að Hindisvíkurhestum standa Ástmundur Agnar Norland, betur þekktur sem Tobbi í Hindisvík, Hanný Norland Heiler, ásamt Heiðu Heiler.

Meira má lesa um okkur með því að smella hér.

Í hrossaræktinni á Íslandi er nánast engin áhersla lengur lögð á gömlu línurnar/stofnana, en okkur er það hjartans mál að halda áfram með þessar tvær gömlu línur, Hindisvík og Hornafjörður, sem við erum nátengd og þekkjum mjög vel.

Við erum einnig að rækta hjálmskjótt hross, en þar leggjum við áherslu á hæfileika hrossanna, auk litarins.


Hér að ofan er Gargandi-Snilld frá Dynjanda, sem er ein af okkar Hornfirsku ræktunarhryssum.

Einkenni hornfirska stofnsins eru fjörvilji, taugasterk og mannelsk hross með endalaust úthald og rými.

Samantekt um hornfirska stofnin má lesa með því að smella hér.


Á myndinni hér að ofan er Huginn frá Hindisvík sem seinna varð Noregsmeistari í bæði tölti og fjórgangi.

Hindisvíkurhross einkennast af fríðleika, góðu afturfótaskrefi, mikilli hreyfigetu og vilja. Þau eru mörg sterkir karakterar og voru oft kölluð áður fyrr “eins manns hross”.

Nánar má lesa um þessi hross hér.


Hér að ofan er Strákur frá Vatnsleysu, dökkrauðhjálmskjóttur stóðhestur sem var í okkar eigu.

Markmiðið hjá hjálmskjóttu hrossunum er ekki bara liturinn heldur að hafa þau góð líka.
Til að fræðast nánar um litinn má smella hér.


Auk hrossaræktarinnar erum við með talsvert stórt æðarvarp á Sæbóli. Meira má lesa um það hér og um sængurnar sem við framleiðum hér.