Skip to content

Glenna frá Flugumýri

  IS2009258611

  Litur: Bleikálótt, hjálmskjótt

  F: Ísak frá Kirkjubæ (8,23)
  FF: Djáknar frá Hvammi (8,46)
  FM: Leista frá Kirkjubæ (8,27)
  FMMF: Glóblesi 700 frá Hindisvík (8,00)

  M: Venus frá Fjalli
  MF: Orion frá Litla-Bergi (8,09)
  MM: Stemma frá Fjalli

  Fríð og léttbyggð bleikálótthjálmskjótt hryssa. Glenna kom til okkar seinnipartinn í febrúar 2016, þá á sjöunda vetur og lítið tamin. Hún fór síðan í áframhaldandi tamningu til Heiðu fram á vor og svo beint í folaldseign um sumarið.

  Glenna reyndist vera örviljug og skemmtileg alhliðahryssa með frábært tölt.

  Glenna er frekar óskyld flestum tískuhestum í dag og er meira að segja hægt að finna báðar línurnar “okkar” í hennar ættartré. FM Glennu, Leista frá Kirkjubæ, er undan Glóblesadóttur frá Hindisvík. Svo er Hornfirskt blóð lengra aftur í ættir, þá í gegn um Hrafn frá Holtsmúla og Hátt frá Steðja, sem var töluvert mikið Hornfirskur.


  Afkvæmi Glennu